— Morgunblaðið/Einar Falur
BÓKIN Saga biskupsstólanna verður kynnt að Hólum í Hjaltadal í dag, 11. júlí. Óskar Guðmundsson, annar ritstjóra bókarinnar, kynnir verkið og svarar fyrirspurnum. Kynningin verður í Auðunarstofu og hefst kl. 20.

BÓKIN Saga biskupsstólanna verður kynnt að Hólum í Hjaltadal í dag, 11. júlí. Óskar Guðmundsson, annar ritstjóra bókarinnar, kynnir verkið og svarar fyrirspurnum. Kynningin verður í Auðunarstofu og hefst kl. 20.

Sagan biskupsstólanna geymir viðamikil skrif um Skálholt og Hóla og er rituð í tilefni af 950 og 900 ára afmæli staðanna. Í ritinu fara fjölmargir fræðimenn ofan í kjölinn á þessum valdamiklu miðstöðvum trúar og menningar.

Við kynninguna mun Marta Halldórsdóttir syngja við undirleik Arnar Magnússonar, þar sem Örn leikur á langspil og symfón, og að kynningu lokinni verður farið í Hóladómkirkju og þar syngur Marta við orgelleik Arnar.