*** Local Caption *** Þessi litla hnáta tók þátt í kálfateymingunni á landbúnarðasýningunnni í fyrra. mynd Örn Þórarinsson.
*** Local Caption *** Þessi litla hnáta tók þátt í kálfateymingunni á landbúnarðasýningunnni í fyrra. mynd Örn Þórarinsson. — Ljósmynd/Örn Þórarinsson
Blönduós | Þessir hundar voru að leik á hótellóðinni á Blönduósi og fóru mikinn. Hundarnir höfðu ríka ástæðu til gleðiláta því sólin blessuð var farin skína. Hugsanlega hafði líka fjarvera Nonna hunds sem býr í næsta húsi eitthvað með gleðina að gera.

Blönduós | Þessir hundar voru að leik á hótellóðinni á Blönduósi og fóru mikinn.

Hundarnir höfðu ríka ástæðu til gleðiláta því sólin blessuð var farin skína.

Hugsanlega hafði líka fjarvera Nonna hunds sem býr í næsta húsi eitthvað með gleðina að gera. Hann er umtalsvert stærri en þessir tveir kútar.

Jafnvel mætti ganga svo langt að rifja upp hið fornkveðna: "Þegar kötturinn er úti leika mýsnar inni."

Smáhundar á borð við þessa verða æ algengari sýn hérlendis þótt gömlu fjárhundarnir standi alltaf fyrir sínu. Óneitanlega fara þessir þó betur í faðmi eigenda sinna og geta verið góðir félagar.