BANDARÍSKA konan Brittany Lincicome sigraði á heimsmótinu í holukeppni í fyrradag er hún lagði Juli Inkster í úrslitum, 3/2.

BANDARÍSKA konan Brittany Lincicome sigraði á heimsmótinu í holukeppni í fyrradag er hún lagði Juli Inkster í úrslitum, 3/2. Lincicome sem er aðeins tvítug er að leika á öðru ári sínu á LPGA-mótaröðinn í Bandaríkjunum og er þetta fyrsti sigur hennar á mótaröðinni.

Michelle Wie tapaði gegn Lincicome í 8-manna úrslitum og Lorena Ochoa var næst í röðinni í undanúrslitum keppninnar þar sem Lincicome hafði betur. Inkster er 46 ára gömul og hafði sigrað á tveimur stórmótum og fjórum LPGA-mótum áður en keppinautur hennar fæddist. Lincicome fékk tæplega 40 milljónir króna fyrir sigurinn en hún var í 39. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar fyrir mótið. Sigur hennar á Wie þótti sá óvæntasti í keppninni en hann var öruggur engu að síður því Lincicome var fjórum holum yfir þegar einungis þrjár voru eftir.