Döff-leikhús Fyrsta alþjóðlega Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar var sett á Akureyri síðdegis í gær.
Döff-leikhús Fyrsta alþjóðlega Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar var sett á Akureyri síðdegis í gær.
DRAUMAR 2006 er yfirskrift fyrstu alþjóðlegu Döff-leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar, en hún var sett á Akureyri síðdegis í gær. Hátíðin stendur yfir alla vikuna, lýkur á sunnudag, 16. júlí.

DRAUMAR 2006 er yfirskrift fyrstu alþjóðlegu Döff-leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar, en hún var sett á Akureyri síðdegis í gær. Hátíðin stendur yfir alla vikuna, lýkur á sunnudag, 16. júlí. Um er að ræða alþjóðlega leiklistarhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhúsi fyrir heyrnarlausa, svonefndra Döff-leikhúsa.

Hátíðin er haldin í samvinnu við norræna menningarhátíð heyrnarlausra, sem haldin er á Akureyri á sama tíma og Listasumar á Akureyri. Leiklistarhátíðin er opin öllum, bæði heyrandi og heyrnarlausum.

Á hátíðina koma nokkur af virtustu Döff-leikhúsum heims. Þau koma víða að, meðal annars frá Frakklandi, Ástralíu, Bandríkjunum, Norðurlöndunum, Evrópu og Asíu. Leiksýningarnar eru annað hvort fluttar bæði á talmáli og táknmáli eða nota ekkert tungumál svo þær eru jafnt fyrir heyrandi sem og heyrnarlausa. Sýningarnar sem boðið verður upp á eru afar fjölbreyttar; gamanleikrit, barnaleikrit, dansleikhús, drama og uppistand svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nokkrar sýningar, tvær til þrjár verða á hverjum degi út vikuna til að sem flestir hafi tækifæri til að sjá þær og einnig verður miðaverði stillt í hóf í sama skyni.

Samhliða verður svo boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir börn, 9 til 12 ára og mun afrakstur þess verða í formi sýningar í lok hátíðarinnar, en hún heitir Draugar.