Jónína Bjartmarz
Jónína Bjartmarz
JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráðherra tilkynnti í gær að hún hygðist gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi um miðjan ágúst.

JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráðherra tilkynnti í gær að hún hygðist gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi um miðjan ágúst. Hún segir í tilkynningu að fjöldi framsóknarmanna, flokksbundinna jafnt sem óflokksbundinna, hafi skorað á hana að gefa kost á sér.

Nái Jónína kjöri hyggst hún beita sér fyrir nýrri sókn framsóknarmanna, aukinni þátttöku og áhrifum kvenna innan flokksins og auknum samhug og samvinnu flokksmanna. Telur hún það leiða til sterkari stöðu Framsóknarflokksins og öflugs sigurs flokksins í næstu alþingiskosningum.