STJÓRN Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 19/2005 frá í janúar s.l. Með úrskurðinum felldi áfrýjunarnefndin úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna sálfræðiviðtala. Áfrýjunarnefndin klofnaði í málinu (2:1) og vildi minnihlutinn að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins stæði, segir í bréfi frá stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
"Ástæður þess að stjórnin ákveður að fara í mál eru nokkrar. Málið er í fyrsta lagi mikilvægt réttindamál stéttarinnar. Erfitt er fyrir okkur sem stétt að sitja undir því að brotið sé gegn okkur af stjórnvöldum.
[...] Ef við sættum okkur við niðurstöðuna erum við á vissan hátt að gefa kröfur okkar eftir. Í fjórða lagi er með greiðsluþátttöku hins opinbera stuðlað að þeirri þróun í geðheilbrigðisþjónustunni sem við sem stétt teljum eðlilega og mikilvæga.
[...] Að sjálfsögðu liggja mikilvægustu rökin í hagsmunum sjúklinga. Þegar úrskurður áfrýjunarnefndar er kærður er kærunni beint til Samkeppniseftirlitsins.
Mótaðili okkar í dómssal verður því Samkeppniseftirlitið en ekki áfrýjunarnefndin. Með því kemur upp nokkuð skrýtin staða þar sem Samkeppniseftirlitið er einmitt þeirrar skoðunar að semja eigi við sálfræðinga. Lögfræðingur okkar sem fyrr er Þórunn Guðmundsdóttir. Það skal tekið fram að aðilar geta á hvaða stigi málsins sem er náð sáttum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir öðru hvoru megin við áramót," segir í bréfi stjórnar Sálfræðingafélags Íslands.