Hamleys-verslanir Verða opnaðar víðar en í Bretlandi og Danmörku.
Hamleys-verslanir Verða opnaðar víðar en í Bretlandi og Danmörku. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
HAMLEYS leikfangaverslunarkeðjan, sem er í aðaleigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, hefur tilkynnt að verslanir undir hennar merkjum verði opnaðar í Miðausturlöndum. Gerður hefur verið sérleyfissamningur (e.

HAMLEYS leikfangaverslunarkeðjan, sem er í aðaleigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, hefur tilkynnt að verslanir undir hennar merkjum verði opnaðar í Miðausturlöndum. Gerður hefur verið sérleyfissamningur (e. franchise) við Daud Investments um opnun Hamleys í verslanamiðstöð í Dubaí á næsta ári, þeirri stærstu í heimi. Í framhaldinu er reiknað með að opna fleiri verslanir í Kúveit og Sádí-Arabíu en Daud Investments hefur gert svona samninga við fjölmargar alþjóðlegar verslunarkeðjur vegna viðskipta í Miðausturlöndum, m.a. McDonalds.

Hamleys er sem kunnugt er bresk leikfangakeðja, með verslanir í London og á nokkrum flugvöllum á Bretlandi. Fyrsta verslunin utan Bretlands var opnuð í Kaupmannahöfn á síðasta ári.