London. AFP. | Yfir 2.000 grunnskólanemendur í breskum skólum munu á næstu árum sitja sérstakar kennslustundir í hamingju, sem eru hluti af nýrri herferð stjórnarinnar til að draga úr þunglyndi og andfélagslegri hegðun ungmenna.

London. AFP. | Yfir 2.000 grunnskólanemendur í breskum skólum munu á næstu árum sitja sérstakar kennslustundir í hamingju, sem eru hluti af nýrri herferð stjórnarinnar til að draga úr þunglyndi og andfélagslegri hegðun ungmenna. Þá munu nemendur sitja námskeið þar sem sjálfsmynd þeirra verður styrkt, með það að markmiði að bæta námsárangur og draga úr glæpum.

Að sögn breskra yfirvalda hefur orðið mikil aukning í þunglyndi grunnskólanema, sem er meðal annars rakið til þess að margir þeirra áfellast sjálfa sig þegar foreldrar þeirra skilja. Að auki er talið að prófkvíði og ýmiss konar þrýstingur samfara hröðu lífi nútímamannsins séu orsakavaldar í þessu samhengi.