Hópurinn Þremenningasambandið er skipaður tónlistarkonunum Arngunni Árnadóttur og Ástu Maríu Kjartansdóttur, sem munu leika á klarinettu og selló, og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur en hún leikur á píanó.
Hópurinn Þremenningasambandið er skipaður tónlistarkonunum Arngunni Árnadóttur og Ástu Maríu Kjartansdóttur, sem munu leika á klarinettu og selló, og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur en hún leikur á píanó.
HÓPUR sem nefnir sig Þremenningasambandið heldur tónleika í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.00. Leikið verður í einum salanna á neðri hæð safnsins og er gengið inn frá höggmyndagarðinum við Freyjugötu.

HÓPUR sem nefnir sig Þremenningasambandið heldur tónleika í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.00. Leikið verður í einum salanna á neðri hæð safnsins og er gengið inn frá höggmyndagarðinum við Freyjugötu. Hópinn skipa Arngunnur Árnadóttir og Ásta María Kjartansdóttir, sem munu leika dúetta og einleiksverk fyrir klarinettu og selló, og Halla Oddný Magnúsdóttir, píanóleikari Þremenningasambandsins, sem flytja mun ljóð á milli atriða.

Á efnisskrá verða Invensjón (útskrifað fyrir klarinettu og selló) eftir Johann Sebastian Bach, Hyldýpi fuglanna fyrir einleiksklarinettu úr Kvartett fyrir endalok tímans eftir Olivier Messiaen, Allemande og Courante úr Sellósvítu nr. 2 eftir Johann Sebastian Bach, Lysting er sæt að söng eftir Snorra Sigfús Birgisson og Invensjón eftir Johann Sebastian Bach.