LÖGREGLAN í Reykjavík tók 44 ökumenn fyrir of hraðan akstur um sl. helgi, en m.a. ók 18 ára strákur á 169 km hraða á Vesturlandsvegi. Á Suðurlandsvegi var ástandið litlu skárra. Þar hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem ók á 162 km hraða.

LÖGREGLAN í Reykjavík tók 44 ökumenn fyrir of hraðan akstur um sl. helgi, en m.a. ók 18 ára strákur á 169 km hraða á Vesturlandsvegi. Á Suðurlandsvegi var ástandið litlu skárra. Þar hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem ók á 162 km hraða. Sá reyndist einnig vera með útrunnið ökuskírteini. 15 ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur.

Lögreglan hefur einnig fylgst með bílbeltanotkun og er ljóst að allmargir ökumenn verða að taka sig á í þeim efnum að mati lögreglu. Sama gildir um farsímanotkun. Ökumenn sem virða ekki reglur um bílbelti og símanotkun mega búast við sektum að sögn lögreglu.