Í ÞÆTTINUM Taka tvö í Sjónvarpinu í kvöld ræðir Ásgrímur Sverrisson við Sigurð Sverri Pálsson kvikmyndatökumann, en hann nam kvikmyndagerð með sérstaka áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique þar sem hann útskrifaðist 1969.

Í ÞÆTTINUM Taka tvö í Sjónvarpinu í kvöld ræðir Ásgrímur Sverrisson við Sigurð Sverri Pálsson kvikmyndatökumann, en hann nam kvikmyndagerð með sérstaka áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique þar sem hann útskrifaðist 1969.

Enginn íslenskur myndatökumaður hefur filmað jafn margar bíómyndir og Sigurður Sverrir, eða alls fjórtán talsins. Sú fyrsta var Land og synir frá 1980 og sú nýjasta er Kaldaljós frá 2004.

Sigurður Sverrir hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði heima og erlendis, meðal annars Edduverðlaunin 2004 fyrir kvikmyndatöku á Kaldaljósi.

Taka tvö er í Sjónvarpinu klukkan 20.45.