ENSKA knattspyrnuliðið Millwall leikur æfingaleik við KR í kvöld, en félagið hefur verið hér við æfingar síðustu daga.

ENSKA knattspyrnuliðið Millwall leikur æfingaleik við KR í kvöld, en félagið hefur verið hér við æfingar síðustu daga. Liðið lék við Þrótt á laugardaginn og gerðu lærisveinar Atla Eðvaldssonar sér lítið fyrir og sigruðu 2:0 með mörkum frá Sinisa Kekic beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og Magnúsi Má Lúðvíkssyni í þeim síðari.

Það er alveg ljóst að það verður ljón á KR-vellinum í kvöld því gælunafn Milwall er "The Lions" en Rauða ljónið hefur oft verið tengt KR.

Milwall er að búa sig undir átökin í ensku 2. deildinni. Við stjórnvölinn er Niel Spackman og Willie Donachie er honum til aðstoðar.