Þingvellir | Þeir voru fjölmargir sem nutu einstakrar veðurblíðu á Þingvöllum á sunnudaginn. Einmitt nú er blómskrúðið þar allra fegurst. Stöðugur straumur fólks var um Almannagjá og vellina. Varla finnst fegurri staður til að njóta slíks dags.

Þingvellir | Þeir voru fjölmargir sem nutu einstakrar veðurblíðu á Þingvöllum á sunnudaginn. Einmitt nú er blómskrúðið þar allra fegurst. Stöðugur straumur fólks var um Almannagjá og vellina. Varla finnst fegurri staður til að njóta slíks dags.

Vafalaust voru þó margir sem fórnuðu heitri síðdegissólinni, til að hverfa í hús og fylgjast með einvígi Ítala og Frakka. Þar gengu menn í skrokk hver á öðrum líkt og norrænir menn til forna og eggjuðu hvern annan. Eitthvað gæti þó forn-Íslendingum þótt hafa skort á sæmdina í þeirri baráttu.