— Reuters
NÚ þegar margir Íslendingar ferðast út fyrir landsteinana er vert að hafa í huga hvernig best er að hugsa um sig á meðan á fluginu stendur svo allir komi ánægðir á áfangastað. Á vefsíðunni www.bbc.co.uk má finna góð ráð.

NÚ þegar margir Íslendingar ferðast út fyrir landsteinana er vert að hafa í huga hvernig best er að hugsa um sig á meðan á fluginu stendur svo allir komi ánægðir á áfangastað. Á vefsíðunni www.bbc.co.uk má finna góð ráð.

* Gefðu þér góðan tíma til að komast á flugvöllinn og í gegnum hann. Það getur margt farið úrskeiðis svo vertu viðbúinn.

*Drekktu nóg af vatni í flugferðinni, eitt eða tvö glös á klukkutíma er gott magn. Það er best að forðast áfengi og koffíndrykki á meðan á fluginu stendur þar sem þeir ýta undir að líkaminn þorni upp.

*Bólgnir fætur, stirðir vöðvar, stirð liðamót og magaverkur orsakast af hreyfingarleysi. Einu sinni á klukkustund er gott að standa upp úr sætinu og labba um flugvélina í nokkrar mínútur. Teygðu líka aðeins á. Í sætinu skaltu hreyfa fæturna eins og þú sért að hjóla og reyndu að sitja ekki með krosslagðar fætur.

*Á meðan á fluginu stendur, sérstaklega þegar farið er í loftið og lent, skaltu sjúga sætindi, kyngja eða halda fyrir nefið, loka munninum og blása út. Þetta mun jafna þrýstinginn og koma í veg fyrir eyrna- og ennisholuverki.

*Hafðu öll lyf sem þú notar hjá þér í handfarangrinum ásamt lista yfir þá krankleika sem þú átt við að stríða, svo ef þú þarft aðstoð þá vita aðstoðarmennirnir af stöðu þinni.

* Lélegt andrúmsloft og slæm loftræstikerfi gera það að verkum að bakteríur og vírusar dreifast auðveldlega frá einni persónu til annarrar og þess vegna koma margir heim úr fríi með hósta eða kvef. Það vantar líka raka í loftið sem á sinn þátt í að líkaminn þornar upp ásamt slímhúðinni í öndunarfærunum og það eykur líkurnar á ýmsu smiti.

*Að fljúga með kvef getur valdið varanlegum eyrna- eða ennisholuskemmdum. Það væri best að bíða með að fljúga þangað til kvefið batnar, sérstaklega ef þú hefur háan hita eða eyrna- eða ennisholuverki.

*Ferðalangar sem eiga það til að verða flugveikir, geta komið í veg fyrir slíkt með því að taka pillu (sjóveikispillu) fyrir brottför.