RALLÖKUMAÐURINN Guðmundur Guðmundsson sem hryggbrotnaði við útafakstur í rallkeppni í Skagafirði á laugardag var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær, en verður rúmliggjandi næstu 9 mánuði.

RALLÖKUMAÐURINN Guðmundur Guðmundsson sem hryggbrotnaði við útafakstur í rallkeppni í Skagafirði á laugardag var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær, en verður rúmliggjandi næstu 9 mánuði. Annar ökumaður, Sigurður Bragi Guðmundsson, slasaðist líka í keppninni, brákaði hryggjarlið og verður frá keppni í 8 vikur.

Guðmundur fór í aðgerð á sunnudag en honum er spáð fullum bata, sem og Sigurði. Að sögn Jóhanns Bachmanns, talsmanns Guðmundar, verður efnt til fjársöfnunardagskrár í veitingahúsinu Klúbbnum á Stórhöfða til styrktar Guðmundi.

Að sögn Garðars Gunnarssonar, forseta Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna, mun fara fram athugun á aðdraganda slysanna en hann tekur fram að öllum öryggisreglum rallmótsins hafi verið fylgt.