Hveragerði | Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt samhljóða að leggja til 500 þúsund króna hlutafé sem stofnfé í undirbúningsfélag um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði.
Hveragerði | Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt samhljóða að leggja til 500 þúsund króna hlutafé sem stofnfé í undirbúningsfélag um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði. Kom þetta fram á fundi bæjarráðs þar sem lagt var fram bréf frá Sjóvá þar sem óskað er eftir því að stofnað verði slíkt félag. Bæjarráð fagnar frumkvæði Sjóvá í þessu máli og telur það brýnt hagsmunamál allra Sunnlendinga af ýmsum ástæðum. Segir í bókun að ef samningar muni nást á þessum grunni verði Suðurlandsvegur yfir Hellisheiði og á Selfoss vonandi orðinn fjögurra akreina og upplýstur miklu mun fyrr en annars.