Pirates of the Caribbean slær hvert metið á fætur öðru þegar kemur að aðsóknartölum.
Pirates of the Caribbean slær hvert metið á fætur öðru þegar kemur að aðsóknartölum.
ÖNNUR myndin um sjóræningjana í Karíbahafinu, Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest halaði inn litlar 55,5 milljónir dala í miðasölu á frumsýningardaginn sl. föstudag og um 132 milljónir dala yfir opnunarhelgina. Hvort tveggja eru met.

ÖNNUR myndin um sjóræningjana í Karíbahafinu, Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest halaði inn litlar 55,5 milljónir dala í miðasölu á frumsýningardaginn sl. föstudag og um 132 milljónir dala yfir opnunarhelgina. Hvort tveggja eru met.

Líkt og fyrri myndin Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl fjallar myndin um ævintýri misgóðra sjóræningja undir styrkri stjórn Kapteins Jack Sparrow sem Johnny Depp lék svo eftirminnilega í fyrstu myndinni.

Þegar framleiðandi myndarinnar, Jerry Bruckheimer, var spurður út í árangurinn sagðist hann hafa búist við að kvikmyndin myndi jafna The Da Vinci Code sem fékk um 77 milljónir dala á sinni opnunarhelgi.

"Þegar fólk hóf að spá myndinni góðu gengi, hélt ég fyrst að það væri gert með vafasaman tilgang í huga. Það hefði þá þýtt að sama hversu vel okkur sjálfum hefði þótt okkur ganga, hefðu aðrir haldið því fram að okkur hefði mistekist."

Margir halda því fram að gríðargott gengi myndarinnar megi rekja til kvenkyns-bíógesta. "Konur elska Johnny Depp í þessu hlutverki," segir Gitesh Pandya hjá Box Office Guru. "Hann nýtur meiri kvenhylli en flestir aðrir karlleikarar og það kæmi mér ekki á óvart ef myndin næði að hala inn um einn milljarð dala í Bandaríkjunum og tvo milljarða um heim allan."

Ráðgert er að frumsýna þriðju myndina, Pirates of the Caribbean: At the World's End , á næsta ári.

Í öðru sæti yfir mest sóttu myndir helgarinnar er Superman Returns . Myndin hefur nú náð inn rúmum 140 milljónum dala á þeim 12 dögum sem hún hefur verið sýnd og þykir líkleg til að fara yfir 200 milljón dala markið.

Í þriðja sæti er kvikmyndin The Devil Wears Prada en Click með Adam Sandler er í fjórða sæti.

Kvikmyndin Scanner Darkly með Robert Downey Jr. og Keanu Reeves komst ekki inn á listann en gekk ágætlega miðað við að vera aðeins sýnd í 17 kvikmyndahúsum. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu eftir Philip K. Dick og fjallar um eiturlyfjafíknina frá nýju sjónarhorni.

Topp 10 í Bandaríkjunum: 1. Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest 2. Superman Returns 3. The Devil Wears Prada 4. Click 5. Cars 6. Nacho Libre 7. The Lake House 8. The Fast and the Furious: Tokyo Drift 9. Waist Deep 10. The Break-Up