Dr. Ágúst Einarsson tók í gær formlega við stöðu rektors Háskólans á Bifröst að viðstöddu margmenni. Í ræðu sinni sagði Ágúst meðal annars að skólastarf á Bifröst ætti sér langa hefð og ríka sögu og á henni yrði byggt til framtíðar.
Dr. Ágúst Einarsson tók í gær formlega við stöðu rektors Háskólans á Bifröst að viðstöddu margmenni. Í ræðu sinni sagði Ágúst meðal annars að skólastarf á Bifröst ætti sér langa hefð og ríka sögu og á henni yrði byggt til framtíðar. Skólinn myndi áfram rækja þá skyldu sína að mennta góða stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag. Hann lagði áherslu á að Bifröst yrði fremstur háskóla hérlendis á þeim sviðum sem skólinn einbeitir sér að. Á Bifröst ætti jafnan að vera eftirsótt að læra og starfa. Ágúst beindi því til nemenda að þeir legðu sig alla fram í námi sínu.