Ragnar Þórisson
Ragnar Þórisson
AOL, dótturfélag Time Warner , hefur gert 900 milljóna dala, eða nær 64 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í sænska vefauglýsingafyrirtækið TradeDoubler.

AOL, dótturfélag Time Warner , hefur gert 900 milljóna dala, eða nær 64 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í sænska vefauglýsingafyrirtækið TradeDoubler.

Fjárfestingasjóðurinn Arctic Ventures , sem Ragnar Þórisson stýrir, á tæplega 9,7% hlut í TradeDoubler og hefur til þessa verið stærsti einstaki hluthafi TradeDoubler.

Ljóst er að hluthafar Arctic Ventures, þar sem Íslendingar eru í meirihluta , munu hagnast verulega ef gengið verður að yfirtökutilboðinu; Arctic Ventures fjárfesti upphaflega í TradeDoubler með fjárfestingasjóði Soros árið 2001 áður en netbólan svokallaða sprakk og mun þá hafa greitt um 3,5 milljónir dala fyrir 12,7% hlut. Ef gengið yrði að tilboði AOL fengi Arctic Ventures væntanlega um 85 milljónir dala eða rúma sex milljarða króna fyrir 9,7% hlut sinn og má því ætla að verðmæti hans hafi liðlega þrítugfaldast frá árinu 2001.