1 Íslenska orkufyrirtækið Enex er í útrás í Austur-Evrópu. Í hvaða landi haslar fyrirtækið sér fyrst völl? 2 Tveir páfagaukar vöktu eiganda sinn í brennandi húsi á Vopnafirði á dögunum og björguðu væntanlega lífi hennar. Hvað heita páfagaukarnir?

1 Íslenska orkufyrirtækið Enex er í útrás í Austur-Evrópu. Í hvaða landi haslar fyrirtækið sér fyrst völl?

2 Tveir páfagaukar vöktu eiganda sinn í brennandi húsi á Vopnafirði á dögunum og björguðu væntanlega lífi hennar. Hvað heita páfagaukarnir?

3 Grunur hefur vaknað um tengsl alþekkts megrunarefnis og lifrarbólgu. Um hvaða efni er að ræða?

4 Íslenska handknattleikslandslið karla leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nk. laugardag. Hver verður andstæðingurinn þá?

Svör við spurningum gærdagsins:

1.

Einleikurinn Power of Love var frumsýndur í gær í Austurbæ. Sama manneskjan semur, leikstýrir og leikur. Hver er það? Svar: Halldóra Malin Pétursdóttir. 2. Hver verður fulltrúi Íslands í verkefninu Rísandi stjarna í tengslum við kvikmyndahátíðina í Berlín? Svar: Gísli Örn Garðarsson. 3. Hver var knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði og hver leikmaður mánaðarins? Svar: Sam Allardyce í Bolton og Ronaldo í Manchester United. 4. Hver er tekjuhæstur íþróttamanna heims? Svar: Golfarinn Tiger Woods.