,,Ég hafði bæði gagn og gaman af náminu í Charles University í Prag en ekkert síður af því að dvelja um lengri tíma í öðru landi og kynnast menningu þess almennilega," segir Þórarinn Einarsson, 23 ára, sem fór sem Erasmus-skiptinemi til Tékklands...
,,Ég hafði bæði gagn og gaman af náminu í Charles University í Prag en ekkert síður af því að dvelja um lengri tíma í öðru landi og kynnast menningu þess almennilega," segir Þórarinn Einarsson, 23 ára, sem fór sem Erasmus-skiptinemi til Tékklands árið 2005. Hann er nú að skrifa B.A-ritgerð sína í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. ,,Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór til Mið-Evrópu og vissulega víkkar búseta í öðru landi sjóndeildarhringinn. Námið var svolítið öðruvísi uppbyggt en í Háskóla Íslands, en úti var ekki jafnmikið lagt upp úr fræðunum. Þar var líka eins og gefur að skilja meira lagt upp úr tékkneskum bókmenntum og ég fékk mikinn áhuga á þeim. Þannig fjallar lokaritgerðin mín um tékkneska rithöfunda sem fengu ekki að gefa bækur sínar út opinberlega í valdatíð kommúnista. Þeir höfundar gáfu bækurnar oft út í nokkrum eintökum sjálfir, jafnvel handskrifaðar, og þannig gengu þær á milli fólks."