Ráð skal fá hjá reyndum vin Í rammagrein eftir undirritaðan, Ráð skal fá hjá reyndum vin, sem birtist sl. föstudag stóð: "Ríkisstjórnin skilur því til hlítar kjarnann í kröfum samningsnefndar aldraðra...".

Ráð skal fá hjá reyndum vin

Í rammagrein eftir undirritaðan, Ráð skal fá hjá reyndum vin, sem birtist sl. föstudag stóð: "Ríkisstjórnin skilur því til hlítar kjarnann í kröfum samningsnefndar aldraðra...". Þar átti að standa "Ritstjórinn (Morgunblaðsins) skilur því til hlítar kjarnann í kröfum samningsnefndar aldraðra..."

Ólafur Ólafsson,

formaður LEB.

Minningargrein á röngum stað

Minningargrein Sigrúnar Valgerðar Gestsdóttur um móður hennar Halldóru Guðlaugu Steindórsdóttur, sem birtist réttilega með öðrum greinum um Halldóru laugardaginn 13. janúar síðastliðinn, birtist öðru sinni vegna mistaka í vinnslu á undan greinum um Ingiríði Steingrímsdóttur á blaðsíðu 27 í Morgunblaðinu mánudaginn 15. janúar. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum.