London. AP. | Það vakti heimsathygli árið 1978 þegar breska konan Louise Brown kom í heiminn. Hún var svokallað "glasabarn" og fæðing hennar álitin tímamót í læknavísindunum.

London. AP. | Það vakti heimsathygli árið 1978 þegar breska konan Louise Brown kom í heiminn. Hún var svokallað "glasabarn" og fæðing hennar álitin tímamót í læknavísindunum. Nú er Brown aftur í kastljósi fjölmiðla, eftir að hún fæddi soninn Cameron John Mullinder, þann 20. desember sl. í borginni Bristol, með "eðlilegum hætti".

Natalie, systir Louise, vakti einnig athygli fjölmiðla þegar hún varð fyrsta glasabarnið til að eignast barn árið 1999. Allt frá því að Louise var getin með glasafrjóvgun hafa tugir þúsunda kvenna gengist undir slíkar aðgerðir, sem nú þykja harla hversdagslegar.