GUNNAR Pettersen landsliðsþjálfari Norðmanna í handknattleik tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn hann færi með í lokakeppni HM í Þýskalandi. Hann skildi eftir fimm leikmenn norskra liða sem voru í 21 manns hópi og valdi að fara með þrjá markverði.

GUNNAR Pettersen landsliðsþjálfari Norðmanna í handknattleik tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn hann færi með í lokakeppni HM í Þýskalandi. Hann skildi eftir fimm leikmenn norskra liða sem voru í 21 manns hópi og valdi að fara með þrjá markverði. Tólf af sextán leikmönnum norska liðsins leika með erlendum félögum. Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Steinar Ege (FCK, Danmörku), Ole Erevik (Bidasoa, Spáni) og Lars Olav Olaussen (Drammen).

Aðrir leikmenn: Alexander Buchmann (Altea, Spáni), Frank Löke (Grasshoppers, Sviss), Kjetil Strand (AaB, Danmörku), Jan Hansen (Drammen), Bjarte Myrhol (Nordhorn, Þýskalandi), Börge Lund (Nordhorn, Þýskalandi), Håvard Tvedten (Darien Logrono, Spáni), Preben Vildalen (Sandefjord), Jan Thomas Lauritzen (Flensburg, Þýskalandi), Kristian Kjelling (Portland, Spáni), André Jörgensen (AaB, Danmörku, Johnny Jensen (Flensburg, Þýskalandi) og Rune Skjærvold (Stord).

Þeir sem bíða heima en kunna að verða kallaðir til leiks eftir undanriðlana, þar sem skipta má um tvo menn, eru: Erlend Mamelund (Haslum), Thomas Skoglund (Haslum), Lars Erik Björnsen (Kragerö), Steffen Stegavik (Heimdal) og Eivind Ellingsen (Sandefjord).

Norðmenn mæta Angóla í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn kemur en þeir eru jafnframt með Dönum og Ungverjum í riðli. Þar stefnir allt í tvísýna keppni um tvö sæti í milliriðli.