Fregnir herma að stjórnarandstaðan hafi óformlega gefið til kynna að málið fengi að ganga mun hraðar í gegnum þingið ef samþykkt yrði að fresta gildistöku laganna vel fram yfir kosningar.
Fregnir herma að stjórnarandstaðan hafi óformlega gefið til kynna að málið fengi að ganga mun hraðar í gegnum þingið ef samþykkt yrði að fresta gildistöku laganna vel fram yfir kosningar. Meirihlutinn virðist þó ekki telja neitt slíkt koma til greina enda er þetta í þriðja sinn sem menntamálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á lögum er varða RÚV. Því má gera ráð fyrir löngum og ströngum fundum á Alþingi næstu daga og jafnvel lengur.