Madrid. AFP. | Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, sagði í gær að hann hefði verið allt of bjartsýnn á að hægt væri að semja frið við hryðjuverkasamtökin ETA.
Madrid. AFP. | Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, sagði í gær að hann hefði verið allt of bjartsýnn á að hægt væri að semja frið við hryðjuverkasamtökin ETA. "Þetta er að vísu ekki algeng hegðun af hálfu stjórnmálamanns en ég vil viðurkenna að ég gerði slæm mistök sem allir Spánverjar voru vitni að," sagði Zapatero. Hann átti við orð sín 29. desember, hann sagði þá að ástandið í Baskalandi hefði "batnað" og fullyrti að það yrði "enn betra" árið 2007. Daginn eftir varð bílsprengja ETA tveimur að bana í Madríd.