ANNA Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu menntasviðs Reykjavíkurborgar, flytur í dag fyrirlestur við HA. Fyrirlesturinn nefnir hún Tengsl lærdómsmenningar í grunnskóla og árangurs skólans.
ANNA Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu menntasviðs Reykjavíkurborgar, flytur í dag fyrirlestur við HA. Fyrirlesturinn nefnir hún Tengsl lærdómsmenningar í grunnskóla og árangurs skólans. Fyrirlesturinn er byggður á doktorsverkefni sem lagt var fram til fullnustu Ph.D-gráðu við Háskólann í Exeter á Englandi. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í Þingvallastræti 23.