Hanoi. AFP. | Svínabóndi í Víetnam fullyrðir að besta leiðin til að tryggja góða afurð sé að spila Beethoven, Mozart og Schubert fyrir svínin þegar þau stinga trýnum sínum í matartrogið. Nguyen Chi Cong er svínabóndi í Dong Nai-héraði. Hann hefur um 3.

Hanoi. AFP. | Svínabóndi í Víetnam fullyrðir að besta leiðin til að tryggja góða afurð sé að spila Beethoven, Mozart og Schubert fyrir svínin þegar þau stinga trýnum sínum í matartrogið.

Nguyen Chi Cong er svínabóndi í Dong Nai-héraði. Hann hefur um 3.000 svín á búi sínu og segir að fyrir um sex árum hafi hann komið sér upp hátölurum og byrjað að spila klassískar sinfóníur og sónötur, verkamönnum sínum til yndisauka. Á daginn kom hins vegar að klassíkin hafi róandi áhrif á svínin.

"Ég tók eftir því að svínin mín tóku að borða mun meira og að þau þyngdust hraðar en vant var," segir Cong. Leikur hann nú hina klassísku meistara alla daga fyrir svínin, á milli sjö og ellefu á morgnana og tvö og fjögur í eftirmiðdaginn.

Cong viðurkennir að vísindaleg sönnunargögn skorti til að sanna kenningu hans. Hann trúi því engu að síður staðfastlega að það sé gott fyrir svínin, rétt eins og önnur dýr, að spila fyrir þau klassíska tónlist.