Pressan í Kárahnjúkum | Sarah Lyall, blaðamaður á Lundúnadeild New York Times, sótti Kárahnjúkavirkjun heim í helgarlok í fylgd Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun. NYT fjallaði einnig um virkjunina í upphafi byggingartímans.
Pressan í Kárahnjúkum | Sarah Lyall, blaðamaður á Lundúnadeild New York Times, sótti Kárahnjúkavirkjun heim í helgarlok í fylgd Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun. NYT fjallaði einnig um virkjunina í upphafi byggingartímans. Talsvert er um að erlendir fjölmiðlar komi austur á Fljótsdalsheiði til að fjalla um virkjunina og var m.a. blaðamaður frá ítalska blaðinu La Repubblica þar á dögunum. "Erlendir fjölmiðlar, tímarit og tæknirit hafa gegnum tíðina gefið sig fram öðru hverju og viljað sjá Kárahnjúka," segir Sigurður, sem ósjaldan tekur að sér það hlutverk að lóðsa fólk um og kynna því helstu staðreyndir um virkjunarframkvæmdirnar.