Fimur Dansinn dunar í kvikmyndinni Stomp the Yard.
Fimur Dansinn dunar í kvikmyndinni Stomp the Yard.
SAFNVÖRÐURINN Ben Stiller varð að víkja fyrir dansglöðu ungmenni eftir þriggja vikna setu á toppi bandaríska aðsóknarlistans í kvikmyndahúsum.

SAFNVÖRÐURINN Ben Stiller varð að víkja fyrir dansglöðu ungmenni eftir þriggja vikna setu á toppi bandaríska aðsóknarlistans í kvikmyndahúsum.

Kvikmyndin Stomp the Yard skaust beina leið á toppinn sína fyrstu viku í sýningu en myndin segir frá fótafimum dreng, sem leikinn er af Columbus Short, sem freistar þess að ganga í augun á stúlkunni sem hann er skotinn í með því að skrá sig í danskeppni.

Myndin telst afar ódýr í framleiðslu, en heildarkostnaður við hana var um 16 milljónir dollara. Sína fyrstu viku í sýningu hefur myndin hinsvegar halað inn 22 milljónir dollara og er því farin að standa undir sér og gott betur.

Night at the Museum féll því niður um eitt sæti eftir töluvert langa veru í toppsætinu en í myndinni leikur Ben Stiller safnvörð á náttúrugripasafni þar sem ekki er allt með felldu að næturlagi, svo ekki sé meira sagt.

Aðrir nýliðar á listanum voru glæpamyndin Alpha Dog , sem skartar poppgoðinu Justin Timberlake í einu hlutverkanna, og Disney-myndin Primeval .

1. Stomp The Yard. 2. Night at the Museum. 3. The Pursuit of Happiness. 4. Dreamgirls. 5. Freedom Writers. 6. Children of Men. 7. Alpha Dog. 8. Primeval. 9. Arthur and the Invincibles. 10. The Good Shepherd.