Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
NÝ SÝN í öryggis- og varnarmálum er yfirskrift á erindi sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra flytur á opnum fundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu, 2. hæð, n.k. fimmtudag, 18. janúar, kl. 12–13.15.

NÝ SÝN í öryggis- og varnarmálum er yfirskrift á erindi sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra flytur á opnum fundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu, 2. hæð, n.k. fimmtudag, 18. janúar, kl. 12–13.15.

Að fundinum standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, í samvinnu við utanríkisráðuneytið.

Í erindi sínu mun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra meðal annars ræða þróun öryggis- og varnarmála og breyttar aðstæður á Íslandi við brottför varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli.

"Hér er um að ræða afar athyglisvert erindi um stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum á tímum mikillar ókyrrðar og óvissu á vettvangi heimsmálanna. Mikilvægt er fyrir Íslendinga að fylgjast grannt með þessum málum," segir í fréttatilkynningu frá fundarboðendum.