GÖNGUBRÚIN yfir Hruná í Goðalandi í Þórsmörk er fallin vegna mikilla vatnavaxta fyrir jól og er því vinsæl gönguleið inn í Tungur og Hruna lokuð.
GÖNGUBRÚIN yfir Hruná í Goðalandi í Þórsmörk er fallin vegna mikilla vatnavaxta fyrir jól og er því vinsæl gönguleið inn í Tungur og Hruna lokuð. Útivistarhópur á leið í áramótaferð í Bása uppgötvaði hvers kyns var og segir brúna nokkuð heillega þrátt fyrir að hafa snúist um 90 gráður. Að minnsta kosti tveir hlutar úr henni eru nokkru neðar í ánni og sá sem fjær er hefur flutt sig um þriggja km leið og liggur nú á móts við Strákagil. Eins mun flóðið hafa tætt varnargarð er byggður hafði verið á vegum Útivistar, en þar hafði miklu verið kostað til í því augnamiði að halda ánni í skefjum. Svæðið allt ber merki um miklar hamfarir að sögn Ingibjargar Eiríksdóttur sem var í ferðahópnum. Hefur gróður látið verulega á sjá og er vegurinn meira og minna í sundur. Mjög litlu munaði að göngubrúna yfir Strákagilslækinn tæki einnig af.