BÓKAÚTGEFANDINN Touchstone Fireside, dótturfyrirtæki Simon & Schuster, hefur sett af stað samkeppni á vefnum í anda hinnar geysivinsælu Idolkeppni.
BÓKAÚTGEFANDINN Touchstone Fireside, dótturfyrirtæki Simon & Schuster, hefur sett af stað samkeppni á vefnum í anda hinnar geysivinsælu Idolkeppni. Höfundar sem ekki hafa áður sent frá sér bók eru hvattir til að senda inn fyrsta kaflann að verki sem nettengdum lesendum gefst svo kostur á að lesa. Líki lesendum kaflinn er höfundurinn kosinn til áframhaldandi þátttöku. Í næstu umferð skilar hann af sér tveimur öðrum köflum, almenningur kýs aftur hvaða höfundur heldur áfram og þannig koll af kolli uns fimm höfundar standa eftir í maí. Úr þeim hópi verður sigurvegarinn valinn af fulltrúum Simon & Schuster, bókaverslunarkeðjunni Borders og Gather.com. Hlýtur vinningshafinn 5.000 dali og samning við forleggjarann að launum.