[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eygló Harðardóttir | 2. mars 2007 Svik og prettir Í janúar skrifaði ég pistil sem hét Svik sjálfstæðismanna þar sem ég fjallaði um ágreining stjórnarflokkanna um hvort setja eigi inn í stjórnarskrá að sjávarauðlindir eru þjóðareign.

Eygló Harðardóttir | 2. mars 2007

Svik og prettir

Í janúar skrifaði ég pistil sem hét Svik sjálfstæðismanna þar sem ég fjallaði um ágreining stjórnarflokkanna um hvort setja eigi inn í stjórnarskrá að sjávarauðlindir eru þjóðareign. Þessi ágreiningur hefur bara ágerst að undanförnu og er að mínu mati ein helsta ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sá ástæðu til að ítreka og raunar útvíkka þessa kröfu sína í drögum að ályktun flokksþingsins.

[...]

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra reynir í fréttum útvarpsins að verja svik flokks síns gagnvart framsóknarmönnum og brot á stjórnarsáttmála. Þar virðist hann bara telja það gott og gilt gagnvart Framsóknarflokknum og almenningi að fresta þessu öllu saman, væntanlega um aldur og ævi.

Undarlegt, ef satt er, að sjálfstæðismenn hafi skrifað undir þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta þýddi og hvernig væri best að útfæra þetta.

eyglohardar.blog.is

Kristján Jónsson | 2. mars 2007

Rýfur Geir þing?

Spennandi að fylgjast með Framsókn núna, krafa Jóns Sigurðssonar um að staðið verði við fyrirheit um stjórnarskrárákvæði sem kveði á um sameign á sjávarauðlindum er snjallt frumkvæði. Rétt að láta sjálfstæðismenn standa við loforðin. En um leið sýnir þetta að Framsókn er líklega hætt að reikna með framhaldi á stjórnarsamstarfinu.

Þá er spurning hvort Geir Haarde rifjar upp að hann er með þingrofsréttinn. Hann gæti þannig flýtt dálítið kosningum og um leið sett Jón og hans fólk út af laginu, hefnt fyrir þessa óvæntu atlögu samstarfsflokksins og kippt undan þeim teppinu áður en Framsókn er búin að ná sér almennilega á strik í kosningabaráttunni.

Þetta gæti orðið athyglisvert. Fjörugt en varla mjög friðsamlegt...

kjoneden.blog.is