— Morgunblaðið/Ómar
SÓLIN hækkar á lofti dag frá degi og veturinn lætur undan síga hægt og bítandi. Vorið lætur á sér kræla fyrr en seinna og því fylgir að fuglarnir fara að hyggja að hreiðurgerð.
SÓLIN hækkar á lofti dag frá degi og veturinn lætur undan síga hægt og bítandi. Vorið lætur á sér kræla fyrr en seinna og því fylgir að fuglarnir fara að hyggja að hreiðurgerð. Það er spurning hvort þessir starrar sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Austurstrætinu séu ekki einmitt í þeim hugleiðingum að finna hreiðurstæði, en eins og kunnugt er vilja þeir gjarnan gera sér hreiður í þakskyggnum húsa og eru þar sjaldnast aufúsugestir vegna starraflóarinnar frægu, sem mörgum hefur reynst hvimleiður gestur.