Gott mál Bjarni Ara er góður og vel talandi útvarpsmaður.
Gott mál Bjarni Ara er góður og vel talandi útvarpsmaður. — Morgunblaðið/Þorkell
Útvarpið mitt talar óskaplega mikið. Eins og kannski reyndar öll útvörp. Hins vegar finnst mér voðalega leiðinlegt hvað útvarpið mitt talar oft vitlaust. Ætli það sé raunin líka með öll önnur útvörp?

Útvarpið mitt talar óskaplega mikið. Eins og kannski reyndar öll útvörp. Hins vegar finnst mér voðalega leiðinlegt hvað útvarpið mitt talar oft vitlaust. Ætli það sé raunin líka með öll önnur útvörp?

Útvarpið mitt á það líka til að koma með einhverjar undarlegar fullyrðingar. Til dæmis um daginn sagði það eitthvað á þessa leið: "Þetta var hljómsveitin Electric Light Orchestra eða ELO eins og sumir voru gjarnir á að kalla hana." Sumir? Ég man ekki betur en þessi sveit hafi almennt verið kölluð ELO! Það sem útvarpið mitt er of ungt til að muna finnst mér að það eigi ekki að þykjast vita.

Oftast hlusta ég á útvarp þegar ég fer út að ganga með hundinn minn. Stundum verður Bylgjan fyrir valinu en samt sjaldnar í seinni tíð af því að Bjarni Ara er ekki lengur með þátt þar. Hann hefur verið fluttur yfir á Létt 96,7, en sá galli er á gjöf Njarðar er að af einhverjum ástæðum nást útsendingar þeirrar stöðvar ekki eins vel og ekki eins víða og Bylgjan. Ég sakna Bjarna Ara af Bylgjunni. Sjaldnast hlusta ég á Rás 1 í útvarpinu. Kannski væri þó réttara að fara bara að stilla á hana því að þá sjaldan ég geri það talar útvarpið mitt minna vitlaust en vanalega. Rétt talandi útvarp skiptir bara svo miklu.

Sigrún Ásmundar