Pera vikunnar Á GSM símum er klukkan sýnd með tölustöfum sem eru settir saman úr mismörgum ljósastrikum eins og sýnt er á myndinni. Klukkan sýnir klukkustundir, mínútur og sekúndur og þá lýsa sex tölustafir, t.d. 01:23:45.
Pera vikunnar

Á GSM símum er klukkan sýnd með tölustöfum sem eru settir saman úr mismörgum ljósastrikum eins og sýnt er á myndinni. Klukkan sýnir klukkustundir, mínútur og sekúndur og þá lýsa sex tölustafir, t.d. 01:23:45. Hver er mestur fjöldi ljósastrika sem getur logað í einu ?

Veldu einn af svarmöguleikunum á myndinni hér fyrir ofan.

Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 12. mars. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 5. mars. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl.16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna.