ÞESSA dagana halda 35 unglingar til ársdvalar og hálfsársdvalar á vegum AFS á Íslandi til ýmissa landa. Svipaður fjöldi hefur nýverið snúið heim að utan. AFS tekur nú á móti umsóknum um skiptinemadvöl í yfir 30 löndum í fimm heimsálfum nk.

ÞESSA dagana halda 35 unglingar til ársdvalar og hálfsársdvalar á vegum AFS á Íslandi til ýmissa landa. Svipaður fjöldi hefur nýverið snúið heim að utan. AFS tekur nú á móti umsóknum um skiptinemadvöl í yfir 30 löndum í fimm heimsálfum nk. sumar eða haust. Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mars/apríl.

AFS vekur athygli á góðum styrkjum sem í boði eru vegna brottfarar í sumar.

AFS á Íslandi á 50 ára starfsafmæli í ár og verður aðalfundur samtakanna haldinn 17. mars nk. í Iðnó við Lækjargötu, kl. 13.

Þeir sem hafa áhuga á skiptinemadvöl eða að taka á móti erlendum nemum er bent á skrifstofu AFS á Íslandi, Ingólfsstræti 3, s. 552-5450, eða tengiliði AFS víða um land. www.afs.is.