Eitrað útspil.

Eitrað útspil.

Norður
ÁG109854
1053
ÁD3
Vestur Austur
D73 K62
G92
1075 KG9842
ÁD104 9832

Suður
ÁKD8764
6
KG765

Suður spilar 7

ÁD10 í hliðarlit sagnhafa er ágæt búbót í vörn gegn alslemmu, ekki síst ef slemman er melduð með semingi eftir langvarandi deilur um tromplit. En það er ekki alltaf á vísan að róa og vestur þarf að vera vel skæddur til að koma í veg fyrir þrettán slagi. Laufásinn er augljóslega ekki góð byrjun, en tromp eða spaði dugir heldur ekki. Eftir tromp út fríar sagnhafi spaðann með tveimur stungum og kemst síðar inn á tígulás. Það er sem sagt aðeins tígull sem banar alslemmunni. Spilið er frá tvímenningi Bridshátíðar og þeir sem fengu út tígul töpuðu margir hálfslemmu. Reyndir ekki allir, því tólf slagir fást með því að stinga lauf tvisvar og trompa fjórum sinnum smátt heima. Þá fær vörnin bara einn slag í lokin á laufás.