— Morgunblaðið/Ómar
Oft friðlaust var hjartað ei fundið þig gat ég. Í fangelsi hugans í myrkrinu sat ég. Á lítinn glugga féll ljósgeislinn þinn, og leiðina fann hann, til mín inn. Þá ástúð og hlýju mér andi hans veitir, að ósigrum mínum í sigur hann breytir.

Oft friðlaust var hjartað

ei fundið þig gat ég.

Í fangelsi hugans

í myrkrinu sat ég.

Á lítinn glugga féll ljósgeislinn þinn,

og leiðina fann hann, til mín inn.

Þá ástúð og hlýju

mér andi hans veitir,

að ósigrum mínum

í sigur hann breytir.

Í raunum verður hann hjálp og hlíf.

Í húmi dauðans mér eilíft líf.

Nú veit ég að aldrei

frá okkur fer hann.

Sem frelsari á veginum

hjá okkur er hann.

Þótt oft sé hér myrkur mannsins svart,

hans máttur að lokum það gerir bjart.

Í fylkingu þúsunda

þeirra sem trúa,

þúsunda er til þín

í bæn sér snúa,

ég beygi kné mín við krossinn þinn,

Kristur, frelsari og Drottinn minn.

Gunnar Dal