— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.

Ég vegsama þig, faðir,

herra himins og jarðar,

að þú hefur hulið þetta

spekingum og hyggindamönnum,

en opinberað það smælingjum.

Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.

Allt er mér falið af föður mínum,

og enginn þekkir soninn nema faðirinn,

né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn

og sá, er sonurinn vill opinbera hann.

Komið til mín,

allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar,

og ég mun veita yður hvíld.

Takið á yður mitt ok

og lærið af mér,

því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur,

og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.

Því að mitt ok er ljúft

og byrði mín létt.

Úr Mattheusarguðspjalli.

Lofgjörð og bæn Jesús Krists til síns himneska föður.