Úr Fyrir stráka úr Brilliant.
Úr Fyrir stráka úr Brilliant.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar leitað er að gjöfum handa fermingarbarninu er um margt að velja. Skartgripir eru alltaf klassískir fyrir bæði stelpur og stráka. Silfurgripir eru vinsælli hjá unglingum en gull.

Þegar leitað er að gjöfum handa fermingarbarninu er um margt að velja. Skartgripir eru alltaf klassískir fyrir bæði stelpur og stráka. Silfurgripir eru vinsælli hjá unglingum en gull. Stelpur vilja gjarnan hálsmen eða hringi með lituðum steinum í en strákarnir fá armbönd, sem jafnvel er grafið í nafnið þeirra, og grófa silfurhringi. Falleg úr hafa líka mikið notagildi og geta enst ævina út.

Raftæki hafa verið vinsælar fermingargjafir undanfarna áratugi enda fermingarbarnið á þeim aldri sem fer að þarfnast slíks. Strákarnir þurfa rakvél og stelpurnar eitthvað fyrir hárið. Vekjaraklukkur koma líka að góðum notum og er hægt að fá þær í mörgum gerðum. Falleg rúmföt eru líka góð gjöf, skartgripaskrín og sparibaukar.

Fermingarbörn eiga sér flest áhugamál og því er um að gera að gefa þeim eitthvað tengt þeim. Ef barnið er í hestamennsku er hægt að gefa því beisli, hnakktösku eða reiðföt, allt sem kemur að góðum notum í hesthúsinu. Fyrir útivistagarpa má alltaf finna svefnpoka, bakpoka, snjóbretti, prímusa eða tjald.

Góðar bækur eru líka gulls ígildi og geta komið að góðum notum við skólagönguna sem er framundan.

ingveldur@mbl.is