Útivera Það þarf að fara út með hundinn alla daga.
Útivera Það þarf að fara út með hundinn alla daga. — Morgunblaðið/Ingó
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nokkuð er um það að foreldrar eða aðrir nákomnir ættingjar gefi fermingarbarninu lifandi dýr í fermingargjöf. Hestar eru líklega algengastir í þeim efnum sérstaklega ef aðrir í fjölskyldunni eru í hestamennsku.

Nokkuð er um það að foreldrar eða aðrir nákomnir ættingjar gefi fermingarbarninu lifandi dýr í fermingargjöf.

Hestar eru líklega algengastir í þeim efnum sérstaklega ef aðrir í fjölskyldunni eru í hestamennsku. En það er að ýmsu að huga ef hestur er gefinn. Það þarf að velja hann vel með tilliti til getu eigandans, fá hesthúsapláss undir hann og hagabeit, kaupa tilheyrandi reiðtygi, reiðfatnað og fóður og gera fermingarbarninu grein fyrir að hestur krefst einhvers tíma á hverjum degi. Það er ekki nóg að geyma hann í hesthúsinu og skreppa á bak öðru hvoru, heldur þarf að gefa honum, kemba, hleypa út, moka undan og klappa, klóra og knúsa á hverjum degi. Hestur er óneytanlega kröfuharðari fermingargjöf en rúm eða tölva og þeir sem gefa einn slíkan verða að vera vissir um að fermingarbarnið geti staðið undir þeim kröfum.

Hundar geta líka leynst í fermingarpakkanum og þá gilda sömu reglur og með hestana, að fermingarbarnið geti staðið undir þeim kröfur sem fylgja því að eiga hund. Hafi tíma til að fara út að ganga með hann á hverjum degi, gefið honum að borða, kennt honum ýmsar kúnstir og klappað. Auk þess sem hundum eins og öðrum dýrum fylgir ýmis aukakostnaður svo sem að kaupa búnað og fóður og svo þarf að fara með hann til dýralæknis eða hundasnyrtis.

Þótt það fylgi umstang því að fá lifandi fermingargjöf þá er hún óneytanlega innihaldsríkari og gefur fermingarbarninu meira en dauður hlutur þegar til lengri tíma er litið.

ingveldur@mbl.is