BJÖRGUNARSVEITIR voru í viðbragðsstöðu í gærkvöld þegar bandarísk Herkúles-herflugvél á leið frá Grænlandi óskaði eftir heimild til öryggislendingar á Keflavíkurflugvelli eftir að bilunar varð vart í vökvakerfi vélarinnar.
BJÖRGUNARSVEITIR voru í viðbragðsstöðu í gærkvöld þegar bandarísk Herkúles-herflugvél á leið frá Grænlandi óskaði eftir heimild til öryggislendingar á Keflavíkurflugvelli eftir að bilunar varð vart í vökvakerfi vélarinnar. Að sögn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar gekk lendingin vel. Áhöfn flugvélarinnar reyndist þurfa að setja vængbörð og hjól niður með varabúnaði vélarinnar.