Sporin stigin Íbúar Sólheima létu sitt ekki eftir liggja þegar kom að því að hreyfa sig við undirleik Nylon-stúlkna, Hér sjást Sigríður og Haukur í miklu stuði með stúlkunum.
Sporin stigin Íbúar Sólheima létu sitt ekki eftir liggja þegar kom að því að hreyfa sig við undirleik Nylon-stúlkna, Hér sjást Sigríður og Haukur í miklu stuði með stúlkunum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞÆR Alma, Emilía, Klara og Steinunn, sem saman mynda Nylon-flokkinn, brugðu undir sig betri fætinum á sunnudaginn og skelltu sér í heimsókn á Sólheima í Grímsnesi.

ÞÆR Alma, Emilía, Klara og Steinunn, sem saman mynda Nylon-flokkinn, brugðu undir sig betri fætinum á sunnudaginn og skelltu sér í heimsókn á Sólheima í Grímsnesi. Þær létu ekki leiðinlegt veður aftra sér og skemmtu íbúum Sólheima og nágrönnum með söng í Grænu könnunni, kaffihúsinu á Sólheimum.

Á myndunum sem Valgeir F. Backman sendi má greinilega sjá að heimsókn Nylon-stúlkna vakti gríðarlega lukku hjá íbúnum og ljóst að þar verða þær aufúsugestir um ókomna framtíð.

Annars er það nýjasta að frétta af Nylon að lagið "Sweet Dreams" er komið inn á smáskífulista frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio Atlantis. Lagið hefur farið hæst í sextánda sæti en á heimasíðu Nylon hvetja stelpurnar sem flesta til að fara inn á vefsíðu stöðvarinnar og kjósa lagið.