Í DAG og á morgun halda Edda Austmann og Þóranna Kristín Jónsdóttir tónleika, annars vegar í Iðnó í Reykjavík og hins vegar í Oddfellowsalnum í Reykjanesbæ.
Í DAG og á morgun halda Edda Austmann og Þóranna Kristín Jónsdóttir tónleika, annars vegar í Iðnó í Reykjavík og hins vegar í Oddfellowsalnum í Reykjanesbæ. Yfirskrift tónleikanna er "Amorsvísur" en á efnisskránni eru lög sem fjalla á einn eða annan hátt um ástina, úr söngleikjum og óperettum, ásamt léttri klassík. Undirleikari er Agnar Már Magnússon.
Hvorir tveggju tónleikarnir hefjast klukkan 20. Almennt miðaverð 1.200 krónur en námsmen, ellilífeyrisþegar og öryrkjar greiða 1.000 krónur.