AÐ minnsta kosti 50 manns, þeirra á meðal fjögur börn, hafa beðið bana í norðvesturhluta Pakistans í tveggja daga átökum milli Úsbeka úr röðum liðsmanna al-Qaeda og heimamanna sem styðja pakistönsku stjórnina.

AÐ minnsta kosti 50 manns, þeirra á meðal fjögur börn, hafa beðið bana í norðvesturhluta Pakistans í tveggja daga átökum milli Úsbeka úr röðum liðsmanna al-Qaeda og heimamanna sem styðja pakistönsku stjórnina.

Átökin hófust á mánudag eftir að fyrrverandi talibanaleiðtogi fyrirskipaði Úsbekunum að leggja niður vopn. Foringi Úsbekanna, Tahir Yuldashev, hefur verið dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræði í heimalandinu.