ÞRIÐJA undankvöld Músíktilrauna verður í kvöld og tíu hljómsveitir keppa um sæti í úrslitunum 31. mars næstkomandi. Þetta er í 25. sinn sem tilraunirnar eru haldnar og til mikils að vinna því sigursveitirnar fá í verðlaun hljóðverstíma með hljóðmanni. Sigursveitin fær tíma í Sundlauginni, fyrir annað sætið fást tímar í Stúdíó September og þriðja sætið tímar í Sýrlandi. Athyglisverðasta hljómsveitin fær líka verðlaun og eins efnilegustu hljóðfæraleikarar og besti íslenski textinn verður verðlaunaður.
Fyrsta hljómsveit fer á svið upp úr klukkan 19 í kvöld í Loftkastalnum eins og getið er og miðasala við innganginn.