Soðin skinka Soðin skinka heitir hljómsveit frá Hvanneyri. Liðsmenn hennar eru Orri Sigurjónsson gítarleikari, Gunnar Ingi Friðriksson hljómborðsleikari, Hjörvar Ágústsson bassaleikari, Einar Örn Guðnason söngvari, Jónas Hauksson trommuleikari og Hermann S. Björgvinsson gítarleikari. Þeir eru allir sextán ára.
Soðin skinka Soðin skinka heitir hljómsveit frá Hvanneyri. Liðsmenn hennar eru Orri Sigurjónsson gítarleikari, Gunnar Ingi Friðriksson hljómborðsleikari, Hjörvar Ágústsson bassaleikari, Einar Örn Guðnason söngvari, Jónas Hauksson trommuleikari og Hermann S. Björgvinsson gítarleikari. Þeir eru allir sextán ára.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þriðja tilraunakvöld Músíktilrauna verður í kvöld í Lofkastalanum. Árni Matthíasson kynnir þær hljómsveitir sem keppa í kvöld.

ÞRIÐJA undankvöld Músíktilrauna verður í kvöld og tíu hljómsveitir keppa um sæti í úrslitunum 31. mars næstkomandi. Þetta er í 25. sinn sem tilraunirnar eru haldnar og til mikils að vinna því sigursveitirnar fá í verðlaun hljóðverstíma með hljóðmanni. Sigursveitin fær tíma í Sundlauginni, fyrir annað sætið fást tímar í Stúdíó September og þriðja sætið tímar í Sýrlandi. Athyglisverðasta hljómsveitin fær líka verðlaun og eins efnilegustu hljóðfæraleikarar og besti íslenski textinn verður verðlaunaður.

Fyrsta hljómsveit fer á svið upp úr klukkan 19 í kvöld í Loftkastalnum eins og getið er og miðasala við innganginn.

Höf.: Árni Matthíasson