EGIL Östenstad, framkvæmdastjóri norska knattspyrnufélagsins Viking frá Stavanger, sagði á vef félagsins í gær að það yrði spennandi að sjá hvernig nýi Íslendingurinn, Höskuldur Eiríksson, myndi standa sig í búningi Viking.
EGIL Östenstad, framkvæmdastjóri norska knattspyrnufélagsins Viking frá Stavanger, sagði á vef félagsins í gær að það yrði spennandi að sjá hvernig nýi Íslendingurinn, Höskuldur Eiríksson, myndi standa sig í búningi Viking.
"Við erum spenntir að sjá hvernig Höskuldur nær að þróast sem leikmaður þegar hann fær tækifæri til að æfa og spila sem atvinnumaður. Við sjáum ákveðna hæfileika í honum og það er hentugt að fá hann að láni. Nú erum við orðnir mjög vel settir með okkar varnarmenn og eigum tvo menn í allar stöður í vörninni," sagði Östenstad.