Eiður Smári
Eiður Smári
EIÐUR Smári Guðjohnsen er þriðji markahæsti leikmaður Barcelona á leiktíðinni en hann hefur skorað 11 mörk fyrir liðið í öllum keppnum þess á tímabilinu.
EIÐUR Smári Guðjohnsen er þriðji markahæsti leikmaður Barcelona á leiktíðinni en hann hefur skorað 11 mörk fyrir liðið í öllum keppnum þess á tímabilinu. Fjórtán leikmenn hafa skipt mörkunum 90, sem liðið hefur skorað, á milli sín en í fyrra, þegar liðið hampaði bæði Spánar- og Evrópumeistaratitlinum, setti liðið félagsmet þegar 16 leikmenn skoruðu mörk liðsins. Það met gæti fallið í ár því Barcelona á eftir að spila 11 leiki í deildinni og í það minnsta tvo bikarleiki. Markaskorarar Barcelona á tímabilinu eru: Ronaldinho (20), Javier Saviola (12), Eiður Smári (11), Samuel Eto'o (8), Lionel Messi (8), Andres Iniesta (7), Deco (6), Ludovic Giuly (6), Xavi Hernandez (5), Rafael Margquez (2), Santi Ezquerro (2) og aðrir færri.